Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

12.5.06

Frekjustrumpur

Halló allir sem nenna að lesa :o)

Nú er sko að koma sumar!! Það er svolítið erfitt að vera lítill strákur í sumrinu.... Maður er svo mikið úti að ég er alveg búinn á því á kvöldin! Mér finnst svo gaman að leika í sandkassanum með Hildi og krökkunum og svo þegar ég er sóttur þá vil ég helst fara strax út aftur á róló. Er líka settur sneeeeemma í háttinn þessa dagana og er ekki tilbúinn til að vakna á morgnana þegar ég á að vakna.

Svo er ég að reyna fyrir mér í frekjunni þessa dagana. Ég Á nefnilega mömmu mína og hún má bara koma við mig og ég vil alltaf vera hjá henni! Mamma og pabbi þola nú ekki þessa stjórnsemi í mér og ég fæ alveg að grenja þetta úr mér á hverjum degi núna....:o( Maður má þó alltaf reyna....

Nú er afi nýbúinn að eiga afmæli og ég gaf honum stóóóran pakka! Svo er mamma líka búin að eiga afmæli en ég á eftir að gefa henni pakka- hún er samt búin að fá fullt af knúsi og kossum frá mér. Bráðum á Helgamma líka afmæli og bráðum fer ég líka austur á Seyðis að hitta hana. Reyndar hittumst við á Ólafsfirði um daginn og það var æðislega gaman.

Jæja, nú er pabbi búinn að kaupa nýja myndavél svo vonandi á liðið eftir að bæta sig í þessum myndamálum... ég pikka í hann að setja inn myndir fljótlega- veit að Helgamma bíður spennt ;o)

Engin ummæli: