Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

3.4.05

Við afi erum svo fyndnir

Já við erum góðir saman! Okkur tókst að hrekja ömmu út úr herberginu í nótt- þannig að hún varð að sofa frammi í sófa hehe. Afi hraut svo hátt og ég hóstaði og hóstaði (er með smá kvef í mér) að amma varð að flýja. Það skipti mig engu máli þó afi væri að hrjóta- mér fannst það bara notalegt og svaf alveg til hálf níu í morgun.
Ég var sem sagt í næturpössun hjá ömmu og afa og skemmti mér alveg rosalega vel eins og venjulega- mamma og pabbi eru móðguð út í mig því ég er ekkert svakalega spenntur að sjá þau þegar þau komu að sækja mig. Ég veit að það þýðir bara að þá er fjörið hjá afa búið. Afi er líka svo góður við mig og ég get notað hann eins og fjarstýringu! Þegar hann heldur á mér bendi ég bara þangað sem ég vil fara og hann hlýðir mér alveg. Þegar ég er hjá afa get ég farið hvert sem ég vil. Mamma og pabbi nenna ekki svoleiðis....
Þegar mamma og pabbi sóttu mig fórum við í formúlupartý til Óðins Braga. Gamla fólkið kjaftaði svo mikið að við Óðinn vorum alveg frjálsir og gátum alveg rústað herberginu hans óáreittir! Það var ekki fyrr en við fórum að borða kerti að þau tóku við sér og bönnuðu okkur...Við erum ansi góðir félagar!
Jæja... það er annars ekkert að frétta af myndamálum- en það hlýtur að fara að koma....
Þangað til næst: Hafið það gott og sjáumst!

Engin ummæli: