Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

25.4.05

Aftur orðinn svaka hress

Góðan daginn, góðir hálsar!
Bjartur is back! ;o) Ég er búinn að vera svo lengi veikur að mamma og pabbi voru bara eiginlega búin að gleyma hvað ég er mikill djókari og hress alltaf. Síðan ég jafnaði mig hef ég verið alveg non stop í að sýna mig og skemmta þeim. Það er líka að koma sumar og ég er alveg kominn með vorfíling um allan kroppinn. Ég er aftur farinn að borða eins og hestur og mömmu er mikið létt! Mér finnst svo gaman að borða því ég er farinn að borða sjálfur. Ég vil sko setja brauðið upp í mig sjálfur og halda sjálfur á mjólkurglasinu. Mamma reynir stundum að setja uppí mig brauðbita, en nei takk- ég spíti honum út og set hann svo aftur upp í mig með mínum eigin puttum - það er allt annað bragð þá. Þegar það er kvöldmatur er ég settur í smekk með ermum, því ég sóða svo mikið, og svo er ég líka með plastsmekk með skúffu sem grípur allt sem ég missi. Ég held að pabba og mömmu finnist voða gaman að horfa á mig borða því þau eru alltaf brosandi og skilja ekkert í því hvað ég er að spá. Maður þarf nefnilega að skoða aðeins matinn, smakka á honum, kíkja svoldið aftur hvernig hann lítur út með því að taka hann aftur úr munninum, sleikja og finna bragðið.... og svo getur maður stungið uppí sig og tuggið með öllum tveim tönnunum og kyngt! Þetta þarf ég að gera með hvern bita og það þýðir ekkert að reyna að gera þetta öðruvísi!
Annars átti ég alveg meiriháttar skemmtilegan eftirmiðdag í dag! Við mamma sóttum pabba í vinnuna og svo fórum við út að labba og ég fékk að renna og ramba og allt!! Ég vona að við gerum þetta fljótlega aftur því mér fannst þetta svo skemmtilegt! Ég er eiginlega alveg viss um að við förum fljótlega því ég sá alveg að mömmu og pabba fannst alveg jafn gaman og mér- við þurfum bara að muna eftir að taka myndavél með næst.
Jæja- sjáumst síðar og munið eftir gestabókinni!

Engin ummæli: