Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

10.4.05

Mjóni Skjóni

Þá er maður bara kominn í fitun! Já, ég er of fitt fyrir læknana á Heilsugæslustöðinni minni. Núna drekk ég rjómabland og fæ smjör útí matinn minn;o) Ekki kvarta ég yfir því...
Mamma og pabbi (og auðvitað ég sjálfur) fengum að skoða hjartað mitt um daginn. Það var rosa kröftugt og flott. Ég skil ekkert í læknunum að halda að það væri eitthvað að því! Ég sem er svo frískur og flottur! Reyndar búinn að vera hóstandi í smá tíma núna en það er allt að lagast- ég þarf að anda í belg með pústi og það finnst mér sko ekki gaman. Maður verður samt að láta sig hafa það....
Ég hitti félaga mína, bræðurna Gústaf Bjarna og Emil Gauta, í dag. Mikið finnst mér gaman að leika með þeim. Gústaf Bjarni er líka svo duglegur að passa mig að mamma þarf ekkert að vera með augun alltaf á mér. Þeir eiga alveg svakalega mikið af flottu dóti og ég má alveg leika með það næstum því allt! Það er alltaf svo gaman að hitta þá að ég er alveg búinn á því eftirá og sofna vært í vagninum mínum.
Jæja, pabbi ætlar að setja inn páskamyndirnar í kvöld- þá sjáið þið hvað ég hafði það gott á Seyðis hjá Helgömmu.

Engin ummæli: