Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

18.4.05

Lasarus

Það var aldrei að ég varð veikur! Ég er sko heldur betur búinn að taka þetta með stæl núna: Ég var sko ekkert að jafna mig á þessum smá hósta eins og ég talaði um síðast- ég hélt bara áfram að hósta og pústið virkaði lítið. Þegar ég var kominn með hita og ekkert búinn að borða í 2 daga fóru ma&pa með mig til læknis. Hann hlustaði mig og sagði okkur að ég væri kominn með lungnabólgu! Ég fékk lyf við því og er voða duglegur að taka þau. En það gengur voða lítið að fita mig- ég hef enga lyst á mat og vil bara drekka. Ég er svo mikill töffari að ég drekk Gatorate hehe. Sannkallaður íþróttaálfur. Núna er ég allur að koma til og alveg merkilegt hvað ég er búinn að vera duglegur og hress þó ég sé veikur (ég heyrði mömmu og pabba segja það í gær). Afi minn og amma mín hafa líka verið dugleg að koma að heimsækja mig og passa það að ég verði ekki alveg grænn af leiðindum að hanga svona alltaf heima.. Þau er alveg mitt uppáhalds
Annars er eiginlega ekkert að frétta af mér.... Ég get svo sem sagt ykkur frá því að ég var klipptur um daginn. JÁ! ekki fá hláturskast. Það ÞURFTI að snyrta smá! Það er alveg svaka munur að sjá mig;o) Svo er ég boðinn í afmæli til hans Emils Gauta á laugardaginn. Það verður gaman! Þá fæ ég að hitta alla strákana og leika! Yeah.
Jæja, læt þetta duga núna- sjáumst.

Engin ummæli: