Bjartur fór út með mömmu sinni um daginn...þegar hann kom heim var hann nýklipptur og kominn með gleraugu. Hérna má sjá hann áður en hann fór og eftir að hann kom heim.
6.2.08
Bjartur töffari
25.1.08
Við lentum aldeilis í lífsreynslu í dag
Bjartur var nærri kafnaður á leikskólanum í morgun. Guði sé lof fyrir skjót viðbrögð allra og drengurinn bara nokkuð brattur eftir þetta allt saman.
Þannig var að mamman sat inni í vinnuherbergi leikskólans (sem er við hliðina á deildinni hans Bjarts). Svo heyrist allt í einu:"Það stendur í Bjarti!" og svona smá hamagangur fyrir utan- þannig að mín spratt á fætur og fór að tékka á hvað væri í gangi. Ekki falleg sjón sem blasti við inná Bangsadeild. Bjartur dauðhræddur og fjólublár í framan, deildarstjórinn að taka heimlich á drenginn og ekkert gengur. Leikskólastjórinn búin að hringja á sjúkrabíl og mamman stjörf og titrandi, gat ekki hreyft legg né lið. Allt í einu-eftir óóóóra tíma, þið vitið ;O) -skellir Nína deildarstjóri Bjarti á hvolf og eftir enn meiri tíma og mikið bank og rykki losnaði vínberið og drengurinn gat andað eðlilega aftur.
Sjúkrabíllinn var auðvitað afturkallaður og allir guðslifandifegnir. Mæðginin þurftu auðvitað að fá smá tíma saman til að jafna sig á þessu og ná að anda eðlilega... Sátu saman inni á Bangsadeild að knúsast. Okkar maður var nú svoldið sjúskaður.... í alveg korter;O) Vildi þá bara fara að leika allur dílóttur og æðasprunginn í framan. Hann var kaldsveittur og hálflamaður eftir þetta (eins og mamman) en ekki að ræða það að hvíla sig eitthvað eða vera inni í útiverunni. Sýnir bara hversu mikil áhrif þetta hefur haft á hann... Mamman knúsaði bjargvættinn, Nínu, fyrir björgunina. Báðar með tárin í augunum (svaka drama sko).
Þegar við komum heim hringdum við í blómabúð og sendum túlípana til Nínu hetju.
23.1.08
17.1.08
Á ég að sprauta honum?
Göngugreining, háls-nef og eyrnalæknir, rör í eyrun og nefkirtlataka, augnlæknir, hjartalæknir.... við erum bissý í janúarmánuði. Er það furða að drengurinn sé orðinn þreyttur á læknisheimsóknum?? Ekki allt búið enn....
Og já, Sunna er farin að labba ;o)
3.1.08
Jæja.
Hvar á maður að byrja?
Byrjum bara á: Gleðilegt nýtt ár. Til allra sem hafa ekki nú þegar fengið áramótaknús frá okkur.
Það sem við erum búin að hafa það gott! Reyndar hafa verið veikindi... Sunnulingur fékk auðvitað hlaupabóluna á Þorláksmessu og pabbinn á bænum er búinn að vera á sýklalyfjum sem gerðu honum lífið leitt.
Við fórum í dekur til Helgömmu og Braga og allra þeirra fyrir austan. Þúsund kossar til ykkar! Það var svo kósí hjá okkur í vonda veðrinu og rafmagnsleysinu. Bjartur fékk útrás á gamlárs og Snorri er hér eftir kallaður SprengiSnorri;o)
Verst hvað við vorum stutt- hefðum viljað heimsækja fleiri og oftar en einu sinni- Ari Björn og Bjartur hittust bara einu sinni í smá tíma og mamman og pabbinn hefðu viljað hitta aftur vini sína í betra tómi. Alltaf gaman að spila og svona.
Einn lítill vinur okkar fékk nafn milli jóla og nýárs og var okkur öllum boðið. Bjartur var í "essinu sínu" alla veisluna. Var skammaður og bent á að hann yrði að haga sér í veislum. Þá kom í ljós að hann nennti ekkert að vera í þessari veislu! Unglingaveikin er strax byrjuð. Sunna (sem er nú alltaf eins og ljós) sýndi ekki heldur sínar bestu hliðar. Mamman og pabbinn vilja ekki beint viðurkenna að stelpan sé að verða frekja, hún var að jafna sig eftir hlaupabóluna ;o) En skírnin var æðisleg og heitir litli guttinn Úlfur Stefán. Hann vildi svo endilega vera áfram á Egilstöðum hjá ömmu sinni og afa. Ekki á Seyðis hjá hinni ömmunni og afanum þannig að við fengum ekki að kynnast honum frekar í þessari ferð.
Nú er lífið hins vegar að komast í rétt horf. Allir fóru á leikskólann í morgun og pabbinn í vinnuna. Krakkarnir orðnir eðlilegir aftur- fara að sofa á réttum tíma og hættir að vera spinnegal. Það er nú gott að það eru ekki alltaf jólin...
7.12.07
Hallo?
Þá er hlaupabólan mætt á svæðið. Bjartur er orðinn frekar skrautlegur. Hann er reyndar einum of hress, þetta virðist ekki fara illa í hann... ennþá. Hann er ekki með hita og er svekktur yfir að vera "talinn" lasinn ;o) Má ekki fara á leikskólann þegar það er svo mikið skemmtilegt í gangi.
Sunna smitast án efa fljótlega og vonandi fyrr en seinna því það styttist nú í jól...
Pabbinn á bænum fór útúr bænum. Hann er að fylgja Emil afa okkar til grafar og kemur aftur heim á sunnudaginn. Þá á hann afmæli og það verður að baka flotta köku fyrir hann. Hann verður glaður með það. Hver veit nema að hann fái eins og einn-tvo pakka líka;o)
Gestabókin okkar er biluð....en það má alveg kommenta í staðinn ;O)
28.11.07
Kórastarf
Það hefur verið stofnaður nýr kór í Hafnarfirði- Hóstkórinn. Æfingar eru á Hjallabraut... meðlimir koma sér ekki saman um æfingatímann. Yngsti meðlimurinn vill t.d. helst æfa á nóttinni. Það hefur ekki fengið góðar undirtektir. Versta er að þessi yngsti meðlimur er einnig sá þrjóskasti.....Fólkið er svona farið að segja sig smátt og smátt úr kórnum en þessi yngsti er enn að þrjóskast við þannig að ljóst er að kórinn verður eitthvað starfandi áfram. Farið verður í tónleikaferð austur á Seyðisfjörð um helgina. Þangað fara allir kórfélagar nema einn... og sú ætlar að njóta þess ;o)