Bjartur var nærri kafnaður á leikskólanum í morgun. Guði sé lof fyrir skjót viðbrögð allra og drengurinn bara nokkuð brattur eftir þetta allt saman.
Þannig var að mamman sat inni í vinnuherbergi leikskólans (sem er við hliðina á deildinni hans Bjarts). Svo heyrist allt í einu:"Það stendur í Bjarti!" og svona smá hamagangur fyrir utan- þannig að mín spratt á fætur og fór að tékka á hvað væri í gangi. Ekki falleg sjón sem blasti við inná Bangsadeild. Bjartur dauðhræddur og fjólublár í framan, deildarstjórinn að taka heimlich á drenginn og ekkert gengur. Leikskólastjórinn búin að hringja á sjúkrabíl og mamman stjörf og titrandi, gat ekki hreyft legg né lið. Allt í einu-eftir óóóóra tíma, þið vitið ;O) -skellir Nína deildarstjóri Bjarti á hvolf og eftir enn meiri tíma og mikið bank og rykki losnaði vínberið og drengurinn gat andað eðlilega aftur.
Sjúkrabíllinn var auðvitað afturkallaður og allir guðslifandifegnir. Mæðginin þurftu auðvitað að fá smá tíma saman til að jafna sig á þessu og ná að anda eðlilega... Sátu saman inni á Bangsadeild að knúsast. Okkar maður var nú svoldið sjúskaður.... í alveg korter;O) Vildi þá bara fara að leika allur dílóttur og æðasprunginn í framan. Hann var kaldsveittur og hálflamaður eftir þetta (eins og mamman) en ekki að ræða það að hvíla sig eitthvað eða vera inni í útiverunni. Sýnir bara hversu mikil áhrif þetta hefur haft á hann... Mamman knúsaði bjargvættinn, Nínu, fyrir björgunina. Báðar með tárin í augunum (svaka drama sko).
Þegar við komum heim hringdum við í blómabúð og sendum túlípana til Nínu hetju.
25.1.08
Við lentum aldeilis í lífsreynslu í dag
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Jiii en óhugnanlegt, gott að allt fór vel!! Fékk alveg gæsahúð við að lesa þetta.
Hæ hæ þetta hefur verið svo erfitt. ég fékk nú bara tár í augun við að lesa þetta. Sem betur fer eru leikskólakennarar þjálfaðir í skyndihjálp. Bestu kveðjur Sandra
Já þetta var skerí;o) versta finnst mér (svona eftir á) hvað maður var stjarfur.... Öll skyndihjálp gleymd...en það var auðvitað önnur manneskja í lífgunartilraununum þannig að maður "mátti" kannski vera frosinn ;o)
En okkar maður er ekkert skaddaður hehe. Meira að segja búinn að borða bönsh af berjum eftir þetta. Hann fékk þó ekki lit í kinnarnar fyrr en seinnipart laugardags..... svona annan lit en æðasprungurnar.
ÚFF!!
maður bara svitnaði við lesninguna eina saman.
ég gerði víst heiðarlega tilraun til að losna við sigga bróður minn þegar hann var 3ra vikna. Skellti fimmeyring í kokið á honum (óvart). Mútta reif hann upp á fótunum og hamraði á bakið á honum þar til 5eyringurinn skoppaði til baka. Ég man meira að segja eftir þessu, var 4ra ára.
Skrifa ummæli