Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

12.10.09

Afmæli, afmæli

Þá er Dagný okkar orðin 1 árs. Það er alveg ótrúlegt hvað þetta ár er búið að líða hratt! Þegar hún kom í heiminn vorum við búin að búa okkur undir að það yrði sko meira en nóg að gera og héldum að við gætum bara varla ráðið við þetta allt saman. En þessi stelpa er eitt það rólegasta barn sem við vitum um... Alltaf eins og ljós, enda kannski ekki annað hægt með tvö ung eldri systkini... Svo er hún alltaf með bros á vör og hvers manns hugljúfi.

Hún var sko flott á afmælisdaginn. Labbaði alveg úr eldhúsinu og inní hol (svaka vegalengd sko, hehe) Hún er nú búin að vera að dunda sér við það að labba svona síðustu daga og alltaf sleppt sér meira og meira, en þegar maður er orðin eins árs þá er ekki hægt að vera eitthvað að passa sig of mikið. Og núna röltir skvísan bara um glöð og ánægð með sig. Verður ábyggilega fljót að fara að hlaupa bara.... svona til að geta verið með krökkunum.

Eitthvað vorum við foreldrarnir í vandræðum með hvað ætti að gefa litlu dömunni í afmælisgjöf en það vandamál er nú leyst. Stelpan verður að eiga dúkkukerru eins og stóra systir fyrir dúkkuna sem Helgamma gaf henni. Þá verður sko hægt að fara í göngutúr!

Dúkkan fékk nafnið Ella um leið og Dagný sá hana. Hún var að heilsa henni og sagði "halló" á sínu barnamáli. Stóru krakkarnir tóku því strax sem að Dagný vissi hvað þessi dúkka héti, og hún héti Ella. Svo núna segir Dagný alltaf Ella, Ella við dúkkuna en enginn veit hvort hún er að heilsa eða hvað?? Hehehehe...

Svo styttist nú í að Sunnasól eigi alvöruafmæli þó svo að búið sé að halda veisluna... En hún fær að halda aftur afmæli hér heima með okkur, fær pakka frá fjölskyldunni og svona og svo auðvitað afmælisdag í leikskólanum. Það er nú meira sportið og svo æðislegt að sjá montnu afmæliskrakkana eiga sinn dag á leikskólanum sínum, með kórónu og allt... svona aðalnúmerið í einn dag ;o) Það á nú vel við hana Sunnu.

Það koma vonandi fljótlega inn myndir úr afmælinu.. Pabbinn sló persónulegt met í myndatökum því það þurfti að taka svo margar myndir til að við gætum almennilega fylgst með (svona eftirá) hver gaf hvaða systur hvað....

1 ummæli:

Logi Helgu sagði...

Það sem ég þarf að halda í mér að gefa Sunnu gjöfina sína, enda margir mánuðir síðan hún var keypt. bara 8 dagar ;)