Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

29.10.09

The olden days

Bjartur er nú búinn að vera veikur í nokkra daga... eða nætur eiginlega. Hann er úber hress á daginn, slappast á kvöldin og heitastur á nóttunni. Þannig að mamman (og pabbinn eitthvað líka) er búin að vera sveitt að hafa ofanaf fyrir litla spekingnum... Kubba, teikna, leika alls kyns leiki eftir óskiljanlegum reglum Bjarts og síðast en ekki síst horfa á dvd myndir frá því hann sjálfur var nýfæddur og kjút. "Með lítinn bibba", eins og hann segir sjálfur.

Þegar amma og afi hittu litla manninn í fyrsta skipti var það auðvitað fest á "filmu" og haft með í dvd-myndinni. Þegar hann horfði á það atriði varð hann svaka hissa á því að amma og afi litu nú bara svipað út þá og þau gera í dag, heilum 5 árum síðar... svo kom gullkornið:"Vá! Það er styttra í gamla daga en ég hélt! Amma og afi voru til í gamla daga.....og samt eru þau ekkert svo gömul!

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hahahh hann er SVO mikið nörd.
kveðja frá Möllu móðó