Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

25.10.09

Góður sunnudagur

Þessi helgi var spileríhelgi hjá pabbanum á bænum. Best finnst okkur krökkunum að fara þá á morgnana eitthvað í heimsókn og vera aðeins framyfir hádegi svo hann fái frið til að sofa gamli kallinn.

Laugardagurinn hófst á dansæfingu hjá Sunnu. Svo var komið heim og klárað að klæða restina af krökkunum og allir drifnir í heimsókn til Emils Gauta og Gústafs Bjarna. Þar var leikið og leikið... nema Sunna sofnaði í sófanum og Dagný var sett útí vagn fyrir lúr nr.2 þann daginn. Þegar við komum svo heim kúrðu Bjartur og mamman yfir einni Mikka mús mynd og svo var strollan klædd aftur og í matarboð til ömmu og afa. Þar var á borðum dýrindis hreindýrabollur og allt tilheyrandi. Bjartur át manna mest enda kjötbollur uppáhaldsmaturinn hans. Auðvitað fékk svo prinsinn að vera eftir hjá ömmu og afa í dekri og bara tvær prinsessur sem fóru að sofa hér heima það kvöldið.

Í dag, sunnudag, biðum við eftir að Dagný kláraði morgunlúrinn svo við gætum farið að sækja Bjart. Hún svaf þá alla leið til hádegis, bara svona af því að maður var að bíða ;o)
En þegar hún vaknaði drifum við stelpurnar okkur til ömmu og afa að sækja drenginn. Eftir nokkrar skálar af CoCo puffs gátum við drifið okkur aftur heim að leika. Enduðum svo á því að baka tvöfalda uppskrift af amerískum pönnukökum og þær étnar jafnóðum með vel af sýrópi.... eða sí-rop (eins og að ropa) eins og Bjartur segir.
Svo er búið að mála, lita og teikna gommu af listaverkum og leika heilu ævintýrin með Músahúsið.

Engin ummæli: