Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

21.10.09

Sunna 3 ára

Það var svo gaman hérna eldsnemma í morgun! Okkur tókst nú ekki að vekja afmælisbarnið- hún vaknaði sjálf við umganginn í pabba og Bjarti þegar þeir voru að ná í afmælisgjöfina hennar. Gjöfin var auðvitað rifin upp og allir krakkarnir þvílíkt spenntir yfir henni. Það sem leyndist í pakkanum var Músahús Mikka og allar fígúrurnar (Mikki mús, Minna mús, Guffi, Andrésína, Andrés, Dúlli, Hjálparhöndin og Plútó).

Þið getið alveg ímyndað ykkur hvernig það var svo að klæða liðið og reyna að fá þau til að fara í leikskólann! En, jújú. Það hafðist að lokum. Sunna auðvitað spennt að mæta í kjól og fín og fá kórónu og baka köku. Bjartur fór með bindi í tilefni dagsins.

Í kvöld verður boðið uppá uppáhaldsmatinn hennar Sunnu, sem er pasta og hvítlauksbrauð. Svo verður auðvitað fondue í eftirrétt.

1 ummæli:

Eyrún sagði...

Til hamingju með 3ja ára afmælið elsku Sunna!

Ótrúlegt hvað tíminn líður hratt, trúi varla að það séu 3 ár síðan við vorum í saumó heima hjá mér og þú áttir nóttina eftir...

kv, Eyrún og co...