Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

14.9.09

Æfingar

Þá er Sunnasól búin að fara í fyrsta ballerínutímann. Þvílíku dúllurnar sko! Hún var auðvitað langflottust og með þeim efnilegri í hópnum. Þarna á mín sko heima. Nú þurfum við bara að redda almennilegu æfingadressi á skvísuna.... Mamman er að vinna í þeim málum ásamt Helgömmu.

Bjartur er líka búinn að fara nokkur skipti í Boltaskóla Haukanna og gengur þessvegna ekki á jörðinni lengur. Honum finnst hann svo flottur að vera orðinn svona æfingagæi að fæturnir snerta ekki jörðina. Hann er líka ótrúlega flottur og gerir allt eins og þjálfarinn segir, mjög einbeittur á svip.

Dagný er að æfa sig í frekjunni ;o) En mamman er með hana í hlýðnibúðum. Hún er orðin uppátækjasöm stelpan... Fer í moldina í blómapottinum inní stofu, tæmir klósettrúlluna inná baði og fiktar í tækjunum inní holi. Hún er svo fyndin með gribbustælana sína... þykist ráða öllu og er mesta krútt fyrir vikið...

Þannig að eins og sést er nóg að gera hjá öllum. Pabbinn búinn að vera sveittur líka að setja inn myndir- komin nokkur ný albúm.
Njótið

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það hlýtur að koma að því að sú minnsta láti heyra í sér hahahahaha

kveðja Malla

Bína sagði...

Já hún er heldur betur að taka við sér! Þvílík breyting á einu barni... hún sem var alltaf eins og ljós.... hehehe