Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

30.8.09

Spilagaldur, Sápukúlur og Stökkull

Þá erum við aftur komin heim frá Seyðis. Þessi ferð var alveg æææðisleg og spilaði mikið inní að við fórum fljúgandi ;o) En á móti kom að við vorum ekki með bílinn okkar og þess vegna héngum við sem mest bara á Múlaveginum, sem var sko ekki slæmt, og svo þurfti tvo bíla til að sækja okkur. En það var nú lítið mál! Helgamma, Bragi og Rakel biðu eftir okkur þegar við lentum og svo var raðað í bíla og beint í heimsókn til Dags og Ingu að skoða kanínurnar. Svo eftir mjöööög góða Bónusferð var brunað yfir á Seyðis og hreyfðum við okkur varla þaðan.
Mamman og pabbinn fengu að fara í bíó meðan Helgamma passaði. Já, það er bíó á Seyðis, látið ekki svona. Þetta er ekki algjört krummaskuð ;o) Og svo var glæsilegt matarboð hjá Ástu og Símoni og strákunum, kíkt á róló, berjamó og í sund, farið í menningarferð í Skaftfell og í Geirahús .... Alltaf nóg að gera á Seyðisfirði.
Ein af ástæðunum fyrir þessari ferð var að Jóhann og co komu til landsins og þvílíkt stuð. Held að það hafi aldrei verið farið í jafn æsilegan eltingarleik eða borðað jafn mikið af amerískum pönnsum áður ;o) Tala nú ekki um sápukúlublástur!! Sunna setti persónulegt met og fór létt með að smita frá sér áhuganum. Bjartur lærði spilagaldur af Sól frænku og gerði okkur ekkert gráhærð með honum, nei, nei...hehehe. Dagný átti sér eitt markmið daglega. Það var að hrella köttinn. Aumingja Stökkull mátti þola ýmislegt frá henni, m.a. veiðháratog og eyrnaklíp en hann var orðinn ansi góður í að forðast hana í lokin ;o)
Veðrið var nú ekki sem best (eins og svo oft áður þegar við erum þarna) og haustið komið fyrir víst þarna fyrir austan.
En, eins og Helgamma segir, þá erum við ekki að heimsækja veðrið ;o)

Engin ummæli: