Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

27.9.09

Að ferðast í sápukúlu??

Mamman ákvað að fara í göngutúr til Möllu með krakkana svo pabbinn gæti sofið eftir spilerí um nóttina. Allir voru að gera sig reddý, klæða sig og svona... og finna sápukúlur sem Sunna vildi endilega fara með.
Bjartur ætlaði að hjóla, Dagný í kerrunni en hvað með Sunnu?
Mamma:,,Sunna ætlar þú að hjóla?"
Sunna:,,Nei..."
M:,,Ætlarðu að labba?"
S:,,Nei..."
M:,,Nú, hvað þá?"
S:,,Ég ætla að sápukúlast..."
(Sunna alveg að verða 3 ára sept. 20009)

Engin ummæli: