Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

22.9.09

Ljósir lokkar og bleikir lokkar

Það hefur nokkuð lengi verið á dagskrá að setja göt í eyrun hennar Sunnu... Gerðum eina tilraun í skartgripabúð hérna í Hafnarfirði þar sem okkur var neitað um þjónustu.

Í dag fórum við svo inní Smáralind í Mebu og fengum þessa fínu, bleiku lokka! Sunna var sjálf harðákveðin í að vilja fá göt (reyndar segir hún að þetta séu ekki göt í eyrunum, heldur eyrnalokkar í eyrunum!) og var alveg sama hvað mamman sagði. Reyndi að útskýra að þetta væri svoldið vont en þegar mín var búin að velja þessa bleiku (mánaðarsteinn október) var ekki aftur snúið. Eyrnasneplarnir voru sótthreinsaðir vel, tússað á þá og svo var skotið! Bæði eyrun í einu. Það komu nokkur tár sem hurfu um leið og hún skoðaði sig í speglinum. Það sem henni finnst hún flott núna!

Um leið og við komum heim kom Bjartur hlaupandi fram á gang og spurði:,,Hvað kom mikið blóð?!" hehehehe þessir gaurar!

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Litla dýrið hún verður einhverntíman góð!!! að leggja þetta á sig 3 ára hahahah

kveðja malla

p.s. hún verður flott á afmælisdaginn hhmmm það skildi þó aldrei vera að hún fengi eyrnalokka í afmælisgjöf