Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

8.8.09

Hættur að hjóla

Bjartur tilkynnti okkur um daginn að hann ætlaði að hætta að hjóla þegar hann yrði 8 ára því þá yrði hann svo upptekinn af því að hugsa um hamsturinn sinn. Mamma hans lofaði honum út í lofið að hann fengi hamstur þegar hann yrði 8 ára án þess að gera sér grein fyrir að hann myndi ekki gleyma því loforði =)

3 ummæli:

Eyrún sagði...

óboy, óboy... vonandi ykkar vegna gleymir hann þessu loforði áður en hann verður 8 ára;)

Ég mun allavega aldrei samþykkja hamstur inn á heimilið... átti einu sinni svona kvikindi og var ferlega fegin þegar það drapst:/

Logi Helgu sagði...
Þessi ummæli hafa verið fjarlægð af höfundi.
Logi Helgu sagði...

Já, það var hugmyndi hjá Bínu að þetta myndi gleymast en ég held að það gerist seint.

Í gær spurði ég hann hver væri uppáhalds talan hans og hann sagði 8. "Af því að þá fæ ég Hamstur" bætti hann svo við.