Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

7.8.09

Nú er leikskólinn byrjaður aftur...

....og allir bara kátir með það hér á bæ. Nema kannski Dagný. Hún saknar stóru krakkanna. Skrítið að hanga allt í einu bara ein heima með mömmu. En við eigum svo sannarlega eftir að eiga skemmtilegt haust með fullt af litlum krúsídúllum á "réttum" aldri fyrir Dagnýju. Jana María er ansi spennandi að koma við og klípa. Svo er mættur litli Michael Fjólar Thorarensen og styttist í Litlu Önnu- og Róbertsdóttur. Svo er von á tveimur félögum í viðbót þegar nær dregur jólum!! Já það verður sko gaman hjá okkur! Ansi aktívir þessir Bónerforeldrar hehehe ;o)

Annars er bara allt gott að frétta af öllum.... Vetrarstarfið byrjar bráðum og það verður nóg að gera. Sunna ætlar að verða nemandi í Listdansskóla Hafnarfjarðar og Bjartur ætlar að fara í Boltaskóla Haukanna og æfa með afa. Pabbinn er byrjaður að vinna á fullu og í fullu starfi, en hann hefur ekki verið það síðan Dagný fæddist. Mamman heldur svo bara áfram að ryksuga með nýju ryksugunni ;o)
Svo má ekki gleyma að við eigum nú smá sumarfrí eftir. Förum aftur á Seyðis bráðum og verðum í viku að knúsa Helgömmu. Það er alltaf næs.

2 ummæli:

Bína sagði...

Gleymdi að láta vita að það er komið FU-HULLT af myndum

Ari Björn, Hugi Rafn og foreldrarnir sagði...

Sæl
Það er svo gott þegar allt kemst í sína reglu aftur. Erum einmitt að byrja í leikskólanum eftir helgi - bara fínt. Þið Dagný eruð samt svo heppnar að hafið það extra huggulegt áfram, sem er æði.
Við viljum þakka fyrir samveruna R.vík og sjáumst svo í lok ágúst - þurfum að plana eitthvað sniðugt.

Fyrir hönd allra hinna sem hrjóta á heimilinu, hvort sem er í rúmi eða sófa, Ásta