Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

16.1.09

Mælingar

Dagný er víst orðin 3 mánaða. Í því tilefni fékk hún sprautu í litla lærið í gær. Svo var hún auðvitað vigtuð og mæld á alla kanta. Hún dafnar bara vel og mælist áfram nokkrum millimetrum minni en systir hennar var á sama tíma og líka nokkur hundruð grömmum þyngri. Litla daman var svo á flakki í allan gærdag. Bjartur fór til augnlæknis, Logi í blóðbankann og Sunna sótt og brunað í heimsók til ömmu og afa. Þetta var of mikið fyrir litla og væra manneskju. Hún grenjaði!! Foreldrarnir vita varla hvernig á að sinna henni þegar hún grenjar. Þegar við komum heim um 6 leitið sofnaði hún fljótlega og hefur sofið síðan. Vaknar auðvitað til að drekka en hún er nú að jafna sig á þessu óvænta aukaálagi.

Bjartur fór semsagt til augnlæknis. Það er nú heljarinnar prógramm. Fyrst þarf hann að fá skoðun með gleraugunum, svo fær hann dropa í bæði augun, bíða smástund, aftur dropa, bíða smá stund og loks skoðar augnlæknirinn augun með því að lýsa í gegnum allskonar gler. Litli spekingurinn er furðu þolinmóður við þetta allt saman enda nóg að spyrja að og svona. Alltaf að spá og spekúlera.
En þetta er ekki búið. Við þurftum að mæta svo aftur tveimur dögum seinna. Þá fékk hann svaka gleraugnapakka á nefið með nýja styrkleikanum og átti að leika sér aðeins. Svo var aftur sjónpróf og allskonar test. Niðurstaðan er: Verri sjón en í fyrra. Okkur skilst að það sé ekkert óalgengt á þessum aldri og eigum að gleðjast yfir því að munurinn á milli augnanna er að minnka. Vinstra augað er sem sagt að fá séns miðað við þessar mælingar.

Augnlæknirinn bendir svo á Dagnýju og segist vilja fá að skoða hana með tímanum. Já ok.... En hvað með Sunnu? Hann gerði nú ekki ráð fyrir einu barni þarna á milli en jú, hann vill fá að skoða hana. Við eigum tíma í byrjun feb. Það verður sko gaman að sjá hann díla við Sunnu sætu sól!! Hún verður ekki gáfuleg með gleraugu: Hún er með svo lítið nef að hún skýtur alltaf hökunni fram þegar hún er með sólgleraugu. Þannig að ef hún þarf gleraugu þróar hún með sér skúffu....

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

pfúff, legg ekki það ef ég þyrfti að fara með skvísuna mína til augnlæknis... hún fékkst ekki einu sinni til að fara í sjónprófið í 3ja og hálfs árs skoðuninni!

Bína sagði...

Hehehehe já þetta verður forvitnilegt... ég get ekki ímyndað mér hvernig hann ætlar að fara að þessu eiginlega