Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

3.1.09

Gleðilegt ár allir..

og takk fyrir allt gamalt og gott.

Við erum búin að hafa það svo gott. Öll saman í fríi. Bjartur og Sunna kunna reyndar ekkert að vera saman allan daginn...Það er strítt og öskrað. Þið vitið hver það er sem stríðir og hver öskrar (þannig að það hristast glerin). Við erum alltaf að segja þeim að TALA saman og það er að ná í gegn núna þegar jólafríið er að verða búið... Dagný tekur þessu öllu með einstakri ró.

Jólin voru ekki hefðbundin hjá okkur. Við vorum heima hjá okkur í fyrsta skipti! Það var bara æðislega huggulegt. Fórum eins og venjulega til ömmu og afa í jólakakó á aðfangadagsmorgun. Vorum með möndlugrautinn í hádeginu. Skiptumst svo á pökkum við allt pakkið. Fórum svo heim um 3 til að gera allt og alla reddí áður en klukkan sló sex. Á MÍNÚTUNNI sex var allt tilbúið. Ég er ekki að grínast. Maturinn kominn á borðið, einn, tveir, þrír krakkar komnir í jólafötin og mamman og pabbinn líka. Hlustuðum á jólin hringja inn, smelltum af fjölskyldumynd og settumst til að raða í okkur kræsingum, búin að kveikja á kertum og allt!

Síðan var náttúrulega ráðist á pakkafjallið. Gamla settið og bræðurnir komu svo í eftirrétt. Krakkarnir háttaðir og svifið inní jólanóttina.
Á jóladag var varla farið úr náttfötunum.
Á annan var árlegt jólaboð hjá ömmu og afa. Stelpur og strákar háðu Trivial baráttu. Karlarnir unnu.... með svindli- þeir voru fleiri;o)
Hallur afi og Sæunn amma komu í hamborgarhrygg á laugardeginum, amma og afi í afgangana af því á sunnudeginum (hehe). Á mánudag fórum við Bjartur á geðveika flugeldasýningu. Þriðjudagur leið einhvernveginn.... svo var alltíeinu kominn gamlársdagur!

Við vorum hjá Möllu og Þresti og familí á gamlárskvöld. Líka amma, afi, Balli, Valgeir, langafi, Lilja og dætur. Þvílíkt góður matur og skemmtilegt fólk auðvitað. Það voru mjög þreyttir krakkar sem komu heim þá nótt, nema Dagný.

Á nýárskvöld spiluðum við við Berglindi og Nonna og strákarnir þeirra æfðu stórubræðrataktana. Styttist í litlu skottuna þeirra!

Í kvöld var gerð tilraun til að snúa sólarhringnum við hjá krökkunum. Það gekk vonum framar! Þetta eru svo stillt börn:o)
Á morgun förum við krakkarnir á síðasta jólaballið. Pabbinn ætlar þá að stelast til að taka jólatréð niður... Til að hlífa ofurtilfinninganæma syninum. Það má aldrei henda neinu, setja í geymslu eða gefa. Þá byrja tárin að streyma.

Að lokum: Það eru komin 3 ný albúm.

Hilsen

1 ummæli:

Erla Rut Magnúsdóttir sagði...

Gleðilegt árið sömuleiðis og takk fyrir allt gamallt og gott:)

Kv. Erla og co.