Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

27.1.09

Veikindi

Nú stöndum við í veikindabasli. Foreldrarnir nýstignir uppúr viðbjóðs magapest og krakkarnir allir með hósta og hor. Enginn hefur enn fengið hita nema Dagný litla, en hann er ekki hár.
Bjartur hefur hingað til ekki verið til í að snýta sér þegar hann hefur fengið kvef. Sýgur og sýgur upp í nefið tyggjóþykkt eiturgrænt hor (nú fær amman velgju hehe). Hann eignaðist svo nýlega horbókina sem er sko bók að hans skapi. Nógu mikið af fræðslu og útskýringum og flipum til að lyfta og toga í og svoleiðis. Eftir að hafa lesið þessa bók vill hann snýta. En hann er eins og amma hans- getur ekki gert það sjálfur og berst við æluna meðan á snýtingunni stendur (amma getur nú samt snýtt sér sjálf).
Sunna ofursjálfstæða snýtir sér hins vegar sjálf og má helst enginn koma nálægt hennar litla nefi. Dagný fær suguna.

Já, ekki hefur mikið merkilegt gerst þessa veikindadaga...en samt alltaf nóg að gera einhvern veginn. Alltaf stuð á þessum bæ ;o)

Engin ummæli: