Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

21.10.08

TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ SUNNA SÆTA SÓL

Þá er litla stóra stelpan okkar orðin 2 ára! Og hún er stolt af því að vera "tegga ára stóra systir". Hún er sem sagt hætt að segja "Víðivellir" þegar hún er spurð hvað hún er gömul.
Það verður eflaust bökuð kaka í leikskólanum og sett upp prinsessukóróna og svo bíður kaka líka þegar afmælisstelpan kemur heim. Svo koma amma og afi og Valgeir í mat í kvöld og þá verður sko veisla!
Myndir úr afmælisveislunni sem var haldin 1. okt.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með afmælið stóra stelpa! Að sjálsögðu ertu búin að læra að segja tveggja ára í staðinn fyrir Víðivellir. Þú ert nú orðin tveggja..... fattaðir ekkert hvað fólk var að tuða um daginn þarna í veislunni, haha.
Afmæliskossar og knús
Berglind, Nonni og strákarnir

Nafnlaus sagði...

Ég hef greinilega gert eitthvað vitlaust þegar ég kommentaði á afmælisdaginn, sé að það hefur ekki komist í gegn :)

Reyni bara aftur: Innilega til hamingju með afmæið Sunna sæta ;) Bestu kveðjur, Matthildur

harpa sagði...

já til hamingju með afmælið stóra stelpa :)

Nafnlaus sagði...

Hæ, hæ Sunna
Til hamingju með tveggja ára afmælið á þriðjudaginn
Vonandi áttirðu góðan alvöru afmælisdag eins og á afmælisveisludaginn um daginn
Gaman að geta séð myndir úr fínu veilsunni

Kveðja,
Ari og Hugi