Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

29.9.08

Góðar fréttir...

Sunna var í hjartasónar í dag og er með fullkomlega eðlilegt hjarta. Hvað þetta aukahljóð er, vissi læknirinn ekki- gat helst skrifað það á að stundum heyrist aukahljóð þegar hjartað slær svona kröftuglega ;o) Já það er kraftur í litlu stelpunni okkar! Sunna var eins og engill meðan á skoðuninni stóð og lá bara hjá mömmu og bærði ekki á sér.

Svo eru fréttir af hinni litlu skvísunni: Við fórum í vaxtarsónar og auðvitað leit allt vel út þar líka. Daman orðin 10 merkur og dafnar bara vel. Gott blóðflæði um strenginn, eðlilegt magn af legvatni og óeðlilegt ef hún væri stærri... svona miðað við stærð mömmunnar. Nú eru 2-3 vikur eftir og miðum við bara við að hún verði svipuð og Sunna þegar hún fæddist, hún var rétt rúmar 11 merkur. Samt eigum við að mæta aftur í tékk eftir rúma viku því hún er undir meðallagi... og við bara hlýðum :o)

Þannig að það er barasta allt gott að frétta af Hjallabrautinni. Næst á dagskrá er afmælið hennar Sunnu. Ákváðum að halda uppá það áður en fjölskyldan verður einum fleiri. Sunna er ekki að ná þessu afmælisdæmi... Þegar maður spyr hana hvað hún sé gömul segir hún:,,Víðivellir". Svo þýðir ekkert að fá Bjart til að hjálpa við að kenna henni því honum finnst að hún eigi bara að vera eins árs! Og hana nú! Þessi ákveðni í liðinu er öll frá pabbanum....

Sjáumst flest á miðvikudaginn ;o)

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ, hæ fjölskylda

Viljum senda tveggja ára afmæliskveðjur til Sunnu sætu skvísu, hún er aldeilis að verða fullorðin

Gott að allir eru hressir og hraustir - þá er allt dásamlegt, ekki satt


Kveðja frá Seyðisfirði
Símon, Ásta og prinsarnir