Sunna hefur nú aldrei þótt stór þótt hún sé með stórt skap... Þessvegna fer hún reglulega í aukavigtun og mælingar á Heilsugæsluna og vorum við í einni slíkri heimsókn nýlega. Stelpan heldur bara sínu striki og stækkar alveg á sínum hraða, spyr hvorki kóng né prest að því hvernig á að gera þetta;o) Hún er hinsvegar langt á undan jafnöldrum í málþroska (og vitsmunaþroska, vilja foreldrarnir meina).
Þegar barnalæknirinn skoðaði og hlustaði hana heyrði hann eitthvað aukahljóð í hjartanu.Sunna sat hljóð og stillt en læknirinn hefur hingað til ekki fengið að snerta hana án þess að skerandi öskur komi frá þessum litla kroppi þannig að það er ekki furða að þetta hefur ekki heyrst fyrr en nú. Svo nú erum við á leiðinni í hjartaómskoðun með litlu dömuna og glöggir lesendur muna kannski eftir því að einkasonurinn hefur verið í samskonar eftirliti og mun verða það eitthvað áfram. Vonandi að Sunnu hljóð sé jafn "saklaust" og hjá Bjarti.
Hin litla daman, sem er nú ekki enn komin í heiminn, á að fara í aukavaxtarmælingu líka. Ljósmæðrum finnst mamman með litla kúlu svona miðað við meðgöngulengd. Svo sagan endurtekur sig- þegar Sunna var í bumbunni var líka farið í vaxtarsónar.... Það eru ekki stórar konur í þessari fjölskyldu... hæðarlega séð;o)
22.9.08
Litlu krílin
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli