Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

25.9.08

Krakkabragð

Bjartur og mamma voru í búðinni að versla íþróttanammi. Þegar þau komu á kassa var samt svoldið freystandi að kaupa alvöru nammi.... Endaði málið á því að Bjartur fékk Extra krakkatyggjó. Hann hefur aldrei smakkað svoleiðis áður og skildi ekki alveg hvernig þetta "krakkatyggjó" var.
Mamma:,,Þetta er svona fyrir krakka..."
Bjartur:,,Er þá nammi inní því?"
Mamma:,,Nei, þetta er tyggjó fyrir krakka"
Bjartur:,,Þá er það nammi."
Mamma:,,Nei þetta er svona tyggjó með krakkabragði"
Bjartur virtist nokkuð sáttur... þar til komið var heim. Þá sagði hann:,,Mamma. Ef ég borða þetta tyggjóóó... veit ég þá hvernig bragð er af mér?"

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Getur ekki unið mig í útursnúninga kepni