Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

11.8.06

Leikskólastrumpur

Já það gengur svona glimrandi vel á leikskólanum!
Ég er alveg að fíla þetta- leika úti með krökkunum og með allt nýja og spennandi dótið inni. Svo er Sigga svo góð við mig að þetta er bara ekkert mál! Mamma fær samt svoldinn sting í hjartað yfir þessu öllu saman- segir að ég sé orðinn fullorðinn...
Í dag sótti mamma mig eftir hádegismat og spurði mig hvað ég hafði gert á leikskólanum í dag:

Ég:,,Ég mokaði í þandkaþþanum. Ég gerrri köku. Það var sykur."
Mamma: ,,Vá varstu svona duglegur? Hvað gerðirðu meira?"
Ég: ,,Ramba með Þobbeggi. Við þyngja Kalli litli kóngulÓ og Nói kann ekki keyra bíl."

Þið sjáið að maður er orðinn ansi mannalegur..

Amma mín á afmæli í dag. Til hamingju með afmælið eeeelsku amma mín. Ég er búinn að kaupa flotta gjöf í Samkaup hehehe. Fékk að ráða sjálfur. Það er samt ekki grafa eða eitthvað svoleiðis (þó að mér finnist það vera það flottasta sem hægt er að fá). Ég fatta það alveg að ömmur leika sér voða sjaldan að gröfum- þær drekka bara voða mikið kaffi ;o)
Ég er sko boðinn í afmælismat í kvöld og mér finnst ég svo merkilegur að það kemur ekkert annað til greina en að ég eigi þetta afmæli með ömmu...
Á morgun á svo Malla ömmusyss líka afmæli! Til hamingju með það fyrirfram ;o) Mér finnst hún flott- hún á hund! Hún og Harpa frænka heimsóttu mig í gær og þegar þær fóru tók ég fram skóna mína og ætlaði sko með. ,,Ég langa ssssoh goða Gutta". En ég fékk ekki að fara að skoða Gutta- ég verð að skoða hann seinna. Hins vegar fór ég og fékk nýja leikskólaskó með blikki! OG ný leikskólastígvél (núna heitir allt leikskóla-...)

Svo er hann Óðinn Bragi vinur minn orðinn stóribróðir! Hann fékk litla systur 9. ágúst! Knús til þín Óðinn Bragi minn ;o*

Jæja, nú held ég að ég sé búinn að tjá mig nóg í bili :O)
Síjú!

Engin ummæli: