Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

21.7.05

Skemmtilegir sumardagar

Það hefur verið alveg rosalega gaman hjá mér þessa sólardaga! Ég og mamma höfum gert eitthvað skemmtilegt á hverjum degi og svo er ennþá skemmtilegra þegar pabbi kemur heim og leikur við mig. Við erum búin að leika úti í garði, hoppa á trampolíni (ég er ógó góður í því), fara í dagsferð uppí bústað til möllu ömmusyss og í húsdýra- fjölskyldu- og grasagarðinn. Ég var þar í dag með ömmu, Lilju ömmusyss og Svölu Birnu. Ég veit ekkert skemmtilegra en að skoða dýrin og reyna að klappa þeim. Svo fórum við í fjölskyldugarðinn og þar gat ég snúið ömmu alveg í hringi í kringum mig! Hún gerði allt sem ég vildi og er alveg í uppáhaldi hjá mér núna. Við fórum svo í grasagarðinn að borða og svo þegar við fórum heim vildum við Svala fara beint út í garð að hoppa... Þannig að ég er búinn að vera úti í allan dag! Amma var svo ekki búin að fá nóg af strumpinum sínum í dag því hún bauð mér (og mömmu og pabba auðvitað) í mat. Þar sýndi ég allt sem ég kann og var með glæsileg skemmtiatriði við matarborðið. Ég get svarið það - það voru allir að drepast úr hlátri yfir mér! Mikið svakalega er ég skemmtilegur þegar sólin skín svona- kem eiginlega sjálfum mér á óvart og bara verð að taka undir með svaka hlátursrokum og innsogi og allt- alveg eins og fullorðnir gera...
Mamma og pabbi eru búin að vera frekar dugleg með myndavélina þessa dagana en það gengur eitthvað seint að setja þær inn í tölvuna- gerist kannski þegar sólin er farin...
Later, yours Bjartur skemmtikraftur

Engin ummæli: