Þá er ég byrjaður að fara í smá göngutúra =) Byrjaður að labba um aleinn og stundum sleppi ég pabba þegar ég geng með honum og held í höndina á honum. Ég er rosa montinn og alltaf að sýna hvað ég er duglegur að rölta um, þótt ég detti nú stundum =) Fyrst varð ég alltaf að hafa hendurnar uppí loft þegar ég var að labba en núna er nóg að hafa þeir beint fram. Helgamma og mamma segja að ég sé eins og múmía en ég verð einhvern veginn að halda jafnvægi!! Mér finnst líka rosa gaman að herma eftir pabba mínum, er alltaf að segja "Oh" þegar eitthvað dettur eða gerist eins og pabbi segir. Stundum segjum við oh á sama tíma, það er nú svoldið fyndið. Ég sest líka stundum í stólinn sem pabbi situr oft í og hlæ að sjónvarpinu eins og pabbi, eða halla mér aftur eins og hann og hlæ eins innilega og ég get. Ef einhver ropar eða hóstar þá hermi ég eftir og skellihlæ svo- mér finnst ég svo sniðugur. Mamma kom með lítinn hund handa mér frá London sem geltir og hoppar. Ég var nú svoldið smeikur við hann fyrst um sinn þegar hann var að gelta og hoppa, en núna þykir mér endalaust vænt um hann og knúsa hann fast og gef honum að drekka úr glasinu mínu. Ég er að reyna að kenna honum að segja ahh þegar hann er búinn að súpa en hann er eitthvað tregur greyið....
4.7.05
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli