Maður er alltaf að stækka og stækka og verða skemmtilegri og skemmtilegri. Það segja mamma og pabbi. Þeim finnst ég orðinn svo mikill krakki- ég heyrði þau tala um það í gær. Skil það ekki alveg.... ég ER krakki (?)
Annars er svo mikið nýtt að frétta að ég veit ekki einu sinni hvort ég man það allt! Um Verslunarmannahelgina fórum við familían til Akureyrar og hittum Þorberg Níels, vin minn og foreldra hans og stóra bróður. Við hittum líka Gústaf Bjarna og mömmu hans og Ara Björn og foreldra hans. Þið sjáið að það hefur verið ansi mikið stuð á okkur strákunum! Ég var alveg rosa duglegur að sofa í tjaldi og fannst ekkert smá næs að liggja svona á milli mömmu og pabba í heilar þrjár nætur! Við fórum í sund og tívolí og horfðum á skemmtiatriði og borðuðum ís í góða veðrinu á Akureyri. Þetta fannst öllum svo gaman að það á að endurtaka leikinn við tækifæri.
Núna um helgina sótti Balli frændi mig og fór með mig til ömmu og afa. Þar fékk ég að sofa eina nótt (heppinn ég). Ég var voða stilltur -eða, eins og engill eins og amma sagði. Algjör draumur, enda finnst mér nú svo gaman að vera hjá þeim. Og þeim finnst svo gaman að vera með mér;o)
En þá koma stóru fréttirnar: Ég er orðinn svo stór strákur að ég er byrjaður hjá dagmömmu!! Já, ég get svarið það! Mamma er líka hjá sömu dagmömmunni- en bara þessa viku segir hún. Bráðum á ég að vera alveg aleinn (með fullt af öðrum krökkum) og engin mamma! Ég hlýt að fara létt með það.... eða hvað? Ég er nú svo mikill mömmustrumpur..... Það var annars alveg rosa gaman að leika og skoða allt dótið. Svo er ég svo góður við litlu krakkana og kyssi þau og er aaaa við þau. Ég fór samt einu sinni að grenja og það var þegar Svala, dagmamma mín, vildi taka kúkinn af mér. Ekki aaaalveg til í það. Ég þekki hana ekki nógu vel ennþá.
En, jæja. Það eru hvorki meira né minna en TVÖ ný albúm í myndaalbúminu! Endilega kíkið:;o)
8.8.05
Bjartur stóri strákur
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli