Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

17.5.08

Maxímús Músíkús



Við feðgar fórum á Maxímús Músíkús í dag. Ekki á hverjum degi sem farið á tónleikana hjá Sinfóníunni og var þetta mjög skemmtilegt. Þegar við komum inn voru barnasinfónínuhljómsveit að spila og Maxímús og Barbara að dansa fyrir gesti. Bjartur var mikið að spá af hverju Maxímús væri með putta alveg eins og hann ;)

Tónleikarnir byrjuðu og við fengum söguna af Maxamús alveg beint í æð með öllum hljóðfærum höfðum gaman að. Mátulega löng sýning f. Bjart og nóg að horfa og hlusta eftir allan tíman þannig að þetta var ánægjuleg sýning og erum við hæstánægðir með að bætt var við annari sýningu ;)

16.5.08

Vatnaveröld

Á seinustu tvemur vikum höfum við farið tvisvar í Vatnaveröld í Keflavík( Reykjanesbæ ) sem er afskaplega skemmtileg sundlaug fyrir svona lítið fólk eins og okkur ;)

Bjartur er óhræddur við vantið þegar hann er kominn með sundgleraugun á nefið sem Helgamma gaf honum í sumargjöf. Sunna er alltaf að færa sig uppá skaftið og var farin að renna sér, með hjálp pabba, í seinna skiptið og ekkert á því að fara þegar hún var búin að uppgötva hversu gaman það var.

Ásdís og Birkir hafa komið með okkur í bæði skiptin og þeim finnst alveg jafn gaman og okkur. Í seinna skiptið vorum við reyndar farin af stað þegar þau frétta að við vorum á leiðinni til Keflavíkur. Þau voru nú ekki lengi að ákveða að fara með foreldra sína í sund og fljót að ná okkur, enda vorum við bara hin rólegustu í búðarferð á meðan því Bjartur var kominn með gat á sokkabuxurnar og mamma ekki alveg til að láta það fréttast ;)

P.s. eitthvað af nýjum myndum á myndasíðunni ;)

14.5.08

Bjartur STÓRI bróðir--veit allt

Bjartur fékk að vita af litla barninu í maganum á mömmu síðustu helgi. Mikið varð hann nú glaður og knúsaði bumbuna. Svo hljóp hann fram og náði í albúmið hennar Sunnu, fann þar mynd af Sunnu nýfæddri og benti á naflastúfinn:,,Mamma. Þarna var naflastrengur. Þannig fær barnið að borða og ALLT sem þú borðar fer þarna í gegn...... það fer reyndar smá í magann þinn."
Það er nú gott að stóri strákurinn passi uppá þetta allt saman. Verst ef mamman þarf að fara að laumast til að borða súkkulaðið því lítil börn mega nú ekki fá svona mikið súkkulaði!

Annars er þetta stelpa og hún á að heita Sunna. Eeeeeef þetta er strákur á hann að heita Bjartur. Það er ekki mikið um fjölbreytnina á þessum bæ ;o)

5.5.08

Vitlaus í hausnum

Bjartur var að horfa á Bansímon og Tumi tígur var að vanda að rugla eitthvað. Þá heyrist í spekingnum "Tumi er vitlaus í hausinum" og svo var hlegið mikið og nú er fólk ekki lengur kjánar heldur "Vitlaust í hausinum" :D

2.4.08

Aprílgabbið hennar Sunnu

Í gær fór Bjartur í bað og fékk að hafa með sér dollu með rúsínum sem hann var að kjammsa á. Bjartur fór svo uppúr og Sunna fór í bað. Eftir góða stund var hún orðin nokkuð róleg í baðinu og Bína horfir á hana í smá stund fram úr holi sér hvað hún kíkir fram á móður sína og virðist vera eitthvað skömmustuleg við að tyggja eitthvað. Sunna gefur lítið fyrir spurningar móður sinnar hvort hún sé að borða eitthvað svo að Bína fer og kíkir á hana í baðinu. Bínu til mikillar skelfingar sér hún Sunnu vera að smjatta á litlum krumpuðum klessum sem líkjast einna helst skít. "Ertu að borða skít?" heyrist í móðurinni...sem furðar sig einnig á hvernig barnið getur borðað hann með mestu list. En fljótlega uppgötvast að þetta voru rúsínurnar sem Bjartur hafði skilið eftir og hafði Sunnu tekist að plata móður sína og skemmta karlpeningi heimilsins í leiðinni =)

P.s. þar eru komnar nýjar myndir.

13.3.08

Nokkur skýringarorð frá Sunnu

róró = cheerios
dús = snúð(ur)
Baggi = Valgeir
oggu = komdu
gogku = froskur
appiss = appelsína
bangs = bangsi

27.2.08

Hættur með duddu

Bjartur og Bína fóru í afmælisveislu til Ásthildar Elvu í gærkvöldi á meðan við feðginin vorum heima í veikindum. Bjartur lék á alls oddi...var í B-inu sínu...og sagði svo einhverntíman frekar stoltur "Ég er hættur með duddu". Bína þurfti nú að útskýra að það hefði ekki verið að hans ósk. Duddan týndist fyrir þónokkrum dögum og gekk ágætlega þangað til hann rak augun í hana milli rúmsins og skápsins sem stendur uppvið rúmið. Miklir fagnaðarfundir sem entust þó ekki lengi þegar foreldrarnir tóku hana og sögðu að hann væri hættur...enda löngu orðinn 3ja ára, en þá á maður víst að hætta skv. tannbókinni sem við höfum verið að skoða nýlega en duddustrákurinn vill ekki eiga þá bók og aldrei lesa hana aftur. En honum tókst nú að yfirstíga þessa fíkn og gengur bara nokkuð vel( og farinn að monta sig á þessu ;)

P.s. það eru komnar myndir á myndasíðuna frá síðustu áramótunum sem við áttum í góðu yfirlæti á Múlaveginum á Seyðisfirði...þótt að Sunna hafi ekki verið alveg sátt við lætin á miðnætti ;)