Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

27.2.08

Hættur með duddu

Bjartur og Bína fóru í afmælisveislu til Ásthildar Elvu í gærkvöldi á meðan við feðginin vorum heima í veikindum. Bjartur lék á alls oddi...var í B-inu sínu...og sagði svo einhverntíman frekar stoltur "Ég er hættur með duddu". Bína þurfti nú að útskýra að það hefði ekki verið að hans ósk. Duddan týndist fyrir þónokkrum dögum og gekk ágætlega þangað til hann rak augun í hana milli rúmsins og skápsins sem stendur uppvið rúmið. Miklir fagnaðarfundir sem entust þó ekki lengi þegar foreldrarnir tóku hana og sögðu að hann væri hættur...enda löngu orðinn 3ja ára, en þá á maður víst að hætta skv. tannbókinni sem við höfum verið að skoða nýlega en duddustrákurinn vill ekki eiga þá bók og aldrei lesa hana aftur. En honum tókst nú að yfirstíga þessa fíkn og gengur bara nokkuð vel( og farinn að monta sig á þessu ;)

P.s. það eru komnar myndir á myndasíðuna frá síðustu áramótunum sem við áttum í góðu yfirlæti á Múlaveginum á Seyðisfirði...þótt að Sunna hafi ekki verið alveg sátt við lætin á miðnætti ;)

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ, hæ vinir

Vildum senda ykkur smá kveðju héðan frá ríki vetrarins á Seyðisfirði - hér er ekkert vor á leiðinni.
Vonandi hafið þið það gott
Skilið kveðju frá okkur til mömmu og pabba ;)

Kveðja, Ari, Hugi og foreldrarnir