Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

6.3.09

Unglingurinn Sunna

Nú er Sunna búin að vera veik í 4 daga.... Það er búið að glápa á endalaust mikið skrípó. Og Mama mía líka. Svo syngur hún með:,,mammamía. Híjagóa geeee..mæmæ..." En litla konan er orðin leið á ástandinu og farin að hressast líka þannig að eirðarleysið er tekið við. Í morgun mátti mamman ekki snýta og þá hljóp okkar dama inná bað og skellti hurðinni! Þegar hún var búin að væla þar í smá tíma bankar hún á hurðina, tilbúin að koma fram. Þegar mamman opnar skellir hún aftur og vælir á pabba sinn... Svona gekk þetta í nokkur skipti. Svo gaman að henni þegar hún er með þessa "unglingastæla". Það verður stuð á bænum þegar þetta verða ALVÖRU unglingastælar... Svo lyftist nú brúnin þegar litla systir vaknaði og lífið er allt annað. Núna eru þær í mömmuleik, Sunna er ofurumhyggjusama mamman og Dagný greyið segir ekki bofs við öllu þessu dúlleríi.

Bjartur er kominn með ný gleraugu. Óbrjótanlegu gleraugun brotnuðu um daginn. Sem betur fer vorum við enn í ábyrgð þannig að hann fékk ný án þess að þurfa að borga neitt. Þau eru eiginlega alveg eins og gömlu, bara aðeins blárri ;O) Já það er óhætt að segja að við séum fastagestir í Augnsýn....ef það eru ekki gler, þá eru það nefpúðar, stillingar eða bara heilu brillurnar!

Annars eru nýjar febrúarmyndir komnar...

2 ummæli:

harpa sagði...

við vorum að skoða myndir :) voða gaman!! Úlfur var voða hrifinn af Bjarti, amk dæsti hann alltaf þegar kom upp mynd af Bjarti.

gaman að sjá hvað allir dafna vel - batni þér fljótt sunna.

Nafnlaus sagði...

hehe, ég sé hana alveg fyrir mér að skella hurðinni inn á bað. Þá er nú bara ákveðinn lúxus að ekki sé hægt að skella neinum hurðum hér... ekki einu sinni inn á bað;)