Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

25.2.09

Öskudagur

Það var spennandi að vakna í morgun og fara í leikskólann. Bjartur var ekki alveg búinn að ákveða sig með búning og vildi helst blanda öllu saman. Fyrir valinu varð svo Incredible búningur sem hann fékk að láni hjá Emil Gauta. Sunna fór sem Minna mús. Flottust.
Strákurinn okkar er orðinn svo stór og mikill munur frá því á öskudeginum í fyrra. Þá vildi hann (og fékk) að vera Gríslingur. Núna var það: Batman, Súperman, úlfur eða Íþróttaálfurinn. Ekki eins krúttulegt og í fyrra ;o) En Sunna sá um krúttulegheitin fyrir allan bæinn held ég! Hún er þvílík dúlla sem Minna mús! Næstum æt hún er svo sæt.

Engin ummæli: