Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

22.3.09

Sunna hætt með bleyju

Í nótt svaf Sunna í fyrsta skiptið án bleyju. Það hafði ekki verið gert fyrr þ.s. við fundum ekki pissulök í RL búðinni fyrr en í fyrradag.

Hún var nú ekki sátt við að verða að fara á klósettið fyrir svefninn. Enda er hún meira fyrir að ráða hlutunum sjálf og fara þegar henni hentar.

Þannig að nú kemur hún reyndar fram ef hún þarf að pissa. Hún læðist eins og lítil mús í dyragættina og biður um leyfi til að fara að pissa. Þegar foreldrarnir hafa samþykkt hleypur hún sigri hrósandi inná klósett og þar þarf allt að vera eftir kúnstarinnar reglu. Fyrst skal prinessu-sessan sett ofan á setuna og svo verður kollurinn hennar að fara undir. Hún getur hjálparlaust komið sér fyrir og gert þetta allt en er svoldið fyrir að stjórna og láta aðra vinna fyrir sig ;) Ef kúkur er á leiðinni er öllum skipað að fara fram og taka til eða gera eitthvað annað en standa yfir henni ;)

Ég er búúúúin að pissaaaaaa heyrist svo eftir smá stund.

Engin ummæli: