Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

14.3.09

Dagný 5 mánaða

Þá er Dagný orðin 5 mánaða ótrúlegt en satt! Hún braggast alltaf jafn vel og er algjört undrabarn hvað varðar rólegheit og værð. Hún er farin að gera allt það sem 5 mánaða börn eiga að gera samkvæmt bókinni og gott betur: aðeins farin að æfa sig að sitja. Hvað stærð varðar er hún bara copy-paste af systur sinni. Reyndar ca 200 gr þyngri en Sunna var þegar hún var 5 mánaða en annars eins.
Eftir að Sunna fékk sýklalyfin hefur horið sömuleiðis minnkað hjá Dagnýju. Hún var nú samt eitthvað aum í síðustu viku og við alveg viss um að hún væri komin með eyrnabólgu. Aumingja Dagný... það má aldrei heyrast í henni og þá hlýtur eitthvað meiriháttar að vera að ;o) Það var rokið strax um morguninn með hana til læknis sem skoðaði hana alla og hlustaði....Niðurstaðan var: ekkert að. Stúlkan var samt enn heit og eitthvað aum um kvöldið þannig að aftur rauk mamman á vaktina. NIðurstaðan var:ekkert að.... Við semsagt reyndum að gera hana að eyrnabólgubarni tvisvar sama daginn og það tókst ekki hehe. Nú er stúlkan bara eiturhress og alltaf sama draumabarnið.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ, hæ

jemininn eini hvað þetta er fljótt að líða ... Dagný orðinn 5 mánaða og það styttist bara í að Bjartur verði 5 ára ... finnst eins og hann hafi fæðst í gær :)

Alltaf svo gaman að lesa og kíkja á myndirnar ykkar :)

Bestu kveðjur, Hjördís, Baldur, Andri Freyr og Matthías Logi C",)