Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

11.2.09

Love is in the air...

Bjartur er ástfanginn. Hann elskar þrjár. Tvær leikskóladömur sem eru með honum á deild og svo Þyrí, kærustuna hans Valgeirs. Þau turtildúfurnar pössuðu Bjart og Sunnu í gærkvöldi meðan mamman og Dagný fóru í kellingaheimsókn og pabbi fór að hnykkla vöðvana.
Um leið og þau komu bað Bjartur um hjálp við að skrifa: "Ég er skotinn í þér" á blað til þess að gefa Þyrí. Svo héldu ástarjátningarnar áfram fram eftir kvöldi. Hann bað hana meira að segja að skrifa á blað að hún ætli að koma í heimsókn eftir nokkra daga! Einn að tryggja sig hehe.... eins gott að hafa þetta skriflegt sko! Já hann er sko með stjörnur í augunum yfir henni- enda yndisleg stelpa. Hún er líka heilluð af honum og ekki amalegt að fá svona flottar barnapíur...Valgeir var samt feginn að enginn kúkaði hahahahaha...Ekki alveg hans deild.

Dagný er 4 mánaða í dag. Hún fékk graut í fyrsta skipti í gærkvöldi. Stúlkan var alveg æst bara í grautinn! Það fengu allir að halda í skeiðina og troða uppí hana ;O) Þvílík spenna. Pabbinn stóð sig líka eins og hetja með myndavélina þannig að von bráðar fá allir að sjá það þegar Dagný fékk graut. Hún var líka sú ánægðasta- með alla þessa athygli og gleypti við grautnum. Leikurinn verður endurtekinn í kvöld og gaman að sjá hversu lengi þetta verður svona spennandi í augum systkinanna....

Engin ummæli: