Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

16.12.08

Svo dimmt á morgnana...

Sit hérna við eldhúsborðið með te og kex. Hjúkkan er að koma að vigta Dagnýju. Trust me- ef hún væri ekki á leiðinni væri ég sko sofandi með dúllunni minni. Við skríðum alltaf aftur uppí þegar stóru krakkarnir eru farnir í leikskólann.

Hópstjórinn hennar Sunnu boðaði foreldraviðtal í gær. Þær eru ánægðar með stúlkuna. Hún er dugleg, farin að pissa í klósettið, tekur vel þátt í öllu, er vinsæl hjá krökkunum og ekki séns að setja hendur eða fætur í málingu til að stimpla fótafar eða handarfar. Maður er svoldið pjattaður...Hehehe svo sagði hún:,,Málþroskinn er góður." Einmitt, hún er sítalandi. Alveg farið að suða í eyrunum stundum....
Það er nóg að gera hjá krökkunum á leikskólanum þessa dagana. Jólaföndur, heimsóknir í kirkjur, jólaþorpið, Árbæjarsafnið og ég veit ekki hvað. Jólaballið er á fimmtudaginn og þá kemur jólasveinn. Þá verður Sunna mín hræddur, eins og hún segir sjálf. Bjartur stóri bróðir passar hana án efa. Hann getur nefnilega verið alveg óskaplega ljúfur við hana svona þegar hann er ekki að stríða henni.

Jæja, dinglar hjúkkan. Á ég að hleypa henni inn?

Komin og farin. Dagný dafnar vel. Aaaaaaðeins farið að sléttast úr þyngdarkúrfunni. En bara eðlilega. Við þekkjum það hér á bæ, engar bollur þessi börn. Næst á dagskrá er 3 mán. skoðun og sprauta :os

Nú styttist í Balla bró og bústaðarferð. Hér er talið niður. Það er svo gaman að fá Balla frænda heim. Svo er allt að verða tilbúið fyrir jólin. Bara eftir að kaupa jólatré og skreyta það. Pakka inn einhverjum gjöfum. Kaupa 1-2 gjafir.... æ, það er alltaf plentí eftir.

Ætlað skríðundir sæng í dimmunni.

3 ummæli:

Logi Helgu sagði...

Mmmmmm sæng =)

Erla Rut Magnúsdóttir sagði...

Gaman að heyra hvað allt gengur vel. Hafið það áfram svona gott.
Bestu kveðjur úr svíjaríki

Nafnlaus sagði...

Má til með að kíkja á ykkur ertu heima með barnið´.Þín solla.