Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

2.12.08

Lífið á Hjallabrautinni...

Drengurinn situr á klósettinu. Leiðinlegur ávani að þurfa að kúka alltaf þegar hann er kominn uppí rúm. Gerist ansi oft. Þá heyrist alltaf í litla dýrinu:,,Ég þarf líka að kúka og pissa. Í koppinn." Svo fær maður nánar lýsingar á hvernig kúkurinn er. Núna til dæmis datt kúkurinn einn og einn og einn niður. Svona eins og lítil snjókorn sem falla til jarðar. Hann kann að lýsa hlutunum hehehe.

Við fórum öll fjölskyldan á sýningu Bangsadeildar í dag. Horfðum á skemmtiatriði og fengum svo smákökur sem krakkarnir höfðu bakað og heitt súkkulaði með. Það var æðislega gaman. Svo duglegir og skemmtilegir krakkar. Sunna var sótt á Ungadeildina til að horfa á stóra bróður. Henni finnst allt svo sniðugt sem hann gerir og hermir eftir honum. Dagný svaf yfir skemmtiatriðunum en það kemur ekkert á óvart. Á fimmtudaginn förum við aftur á sýningu. Þá er það Sunna söngdrottning sem fær að sýna atriði með deildinni sinni. Það verður forvitnilegt að sjá hvernig það fer..

Dagný fór í 6 vikna skoðun um daginn. Hún er styttri en Sunna var á þessum aldri og þá er mikið sagt! Svo er hún líka töluvert þyngri.... Logi sagði að það var eins gott að hún héti ekki Sunna... þá væri hún kölluð Sunna tunna ;o)

Nú er nóg að stússast fyrir jólin.. Logi situr sveittur að pakka inn gjöfum sem Máni greyið fær að flytja austur. Einn pakki til úglanda fór á pósthúsið í dag. Svo þarf að afgreiða fleiri jólagjafir og afmælisgjöf. Jólakortin eru svo gott sem tilbúin! Haldiði að það hafi ekki alveg óvart náðst þvílíkt flott móment af systkininum um daginn! Við vorum búin að mikla þetta svo fyrir okkur og eiginlega bara búin að ákveða að stilla þeim upp í svefni hehehe. Nei, nei. Myndin er komin og þá er meira en helmingur búinn...

Úff, er búin að vera í allt kvöld að skrifa þessa færslu... best að fara að baða yngsta molann og koma honum í rúmið..
over and out.

p.s. Þúsund þakkir til Helgömmu fyrir gleðisendinguna um daginn. Þvílíkur munur! Fólk flykkist í heimsókn til að fá almennilegan sopa.
Og líka þúsund þakkir til Erlu og Palla og krakkana fyrir kjólinn. Hann er alveg bjútífúl! Jólakjóllinn kominn sko!

Vá. Svo gleymi ég næstum aðalmálinu. Það eru komnar myndir. Úr skírninni og eitthvað fleira...

Engin ummæli: