Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

7.12.08

Jóla jóla...

Farið var í búðarferð með alla fjölskylduna um helgina. Það gekk alveg ágætlega en var ekkert svakalega gaman. Krakkarnir skemmtu sér svosem og Dagný svaf bara í vagninum. Foreldrunum fannst eitthvað erfitt að reyna að velja jólagjafir og hafa augun á krökkunum um leið. Endaði á því að Bjarti langaði í ALLT sem til var í búðinni. Notaði öll sín ráð til að fá hitt og þetta en þau virkuðu ekki vel. Alveg skrítið líka hvernig svona flott krókódílatár gátu klikkað! En það tilheyrir að fara í eina leiðinlega verslunarferð fyrir jólin. Er einhvern veginn bara hluti af öllu stússinu;o)

Bóndinn á bænum heldur áfram að pakka inn jólagjöfum. Kerlingin fór svo eitthvað að rausa um að hann notaði alltaf sama pappírinn! Barnapappír! Þið hljótið að þola það;o)
Svo tókum við okkur til og skrifuðum öll jólakortin í gærkvöldi. Rauðvín, ostar....hljómar vel. Nema það endaði auðvitað á því að Logi drakk mest allt rauðvínið (hann er ekki þessi með brjóstin jú sí) og var farinn að rausa í jólakortin. Okkur fannst allt fyndið en reyndum að hemja okkur. Við grenjuðum úr hlátri þegar Logi söng:,,Skreytum TRÉ með grænum greinum..." og:,,Hoppa kátur út um gluggann." Það eru ábyggilega einhverjir sem fá skrítin jólakort í ár. Kerlingin, sem fór á undan að sofa, fékk ekki að ritskoða sum kortin. Þau voru komin í lokuð umslög í morgun....

Við tókum því svo ósköp rólega í dag. Bjartur svaf hjá ömmu og afa og kom heim í hádeginu. Svo kíktum við í jólaþorpið og sáum jólasveina syngja. Gerðum tilraun til að heimsækja Emil Gauta og Gústaf Bjarna en þeir voru ekki heima... Nú eru allir komnir í ró og við alveg að detta í slikkerí. Það verður tekið á því eftir jólin.... kannski

4 ummæli:

harpa sagði...

gúddí gúddí.. vona að kortið okkar hafi þá orðið með þeim síðustu sem voru skrifuð.
hér sullar kerlingin helst í jólaöli eða jafnvel calvados á kvöldin yfir kortaskrifum. sambýlismaðurinn "týnist" alltaf þegar á að fara jólastússast. og úlfi gæti ekki verið meira sama.. óttast að hann hafi erft öll anti-jólagenin frá föður sínum.

það er svo skemmtilegt að lesa bloggið þitt bína :)

knús á familíuna

Logi Helgu sagði...

Það verður forvitnilegt að heyra hvað stóð í því...því ekki man ég það ;) Held samt að það hafi verið vel skiljanlegt, amk var ég hrikalega ánægður með mig á meðan ég var að skrifa ;)

Bína sagði...

já þér fannst þú æði!

Takk fyrir Harpa mín....gott að heyra að einhver kíki hingað. Finnst stundum eins og ég sé að tala við sjálfa mig hérna;o)
En ekki örvænta. Úlfurinn er ungur enn...Vel hægt að móta hann ennþá. Passaðu bara að gera það á undan Guðjóni hehe

Nafnlaus sagði...

Jólakortið frá ykkur var tær snilld og mæli ég með sömu uppskrift að ári enda ekkert gaman að hafa allt í sömu uppskrift hehe við vorum allavega að fíla okkar :) Verð svo að fara að sjá hana dagnýju live en ekki á mynd hehe luv Sigga og co
ps sorry engin jolakort i ár frá okkur því við duttum ekki í það hahahaha