Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

3.1.08

Jæja.
Hvar á maður að byrja?
Byrjum bara á: Gleðilegt nýtt ár. Til allra sem hafa ekki nú þegar fengið áramótaknús frá okkur.
Það sem við erum búin að hafa það gott! Reyndar hafa verið veikindi... Sunnulingur fékk auðvitað hlaupabóluna á Þorláksmessu og pabbinn á bænum er búinn að vera á sýklalyfjum sem gerðu honum lífið leitt.
Við fórum í dekur til Helgömmu og Braga og allra þeirra fyrir austan. Þúsund kossar til ykkar! Það var svo kósí hjá okkur í vonda veðrinu og rafmagnsleysinu. Bjartur fékk útrás á gamlárs og Snorri er hér eftir kallaður SprengiSnorri;o)
Verst hvað við vorum stutt- hefðum viljað heimsækja fleiri og oftar en einu sinni- Ari Björn og Bjartur hittust bara einu sinni í smá tíma og mamman og pabbinn hefðu viljað hitta aftur vini sína í betra tómi. Alltaf gaman að spila og svona.

Einn lítill vinur okkar fékk nafn milli jóla og nýárs og var okkur öllum boðið. Bjartur var í "essinu sínu" alla veisluna. Var skammaður og bent á að hann yrði að haga sér í veislum. Þá kom í ljós að hann nennti ekkert að vera í þessari veislu! Unglingaveikin er strax byrjuð. Sunna (sem er nú alltaf eins og ljós) sýndi ekki heldur sínar bestu hliðar. Mamman og pabbinn vilja ekki beint viðurkenna að stelpan sé að verða frekja, hún var að jafna sig eftir hlaupabóluna ;o) En skírnin var æðisleg og heitir litli guttinn Úlfur Stefán. Hann vildi svo endilega vera áfram á Egilstöðum hjá ömmu sinni og afa. Ekki á Seyðis hjá hinni ömmunni og afanum þannig að við fengum ekki að kynnast honum frekar í þessari ferð.

Nú er lífið hins vegar að komast í rétt horf. Allir fóru á leikskólann í morgun og pabbinn í vinnuna. Krakkarnir orðnir eðlilegir aftur- fara að sofa á réttum tíma og hættir að vera spinnegal. Það er nú gott að það eru ekki alltaf jólin...

1 ummæli:

Bína sagði...

Gestabókin er enn biluð

EN ÞAÐ MÁ KOMMENTA!