Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

19.12.06

Styttist í jól

Nú er jólaundirbúningurinn í hámarki. Við litla fjölskyldan erum reyndar alveg róleg bara.... Allt að verða reddí- búið að kaupa allar gjafir og ekki þarf maður að hafa áhyggjur af mat því við borðum hjá ömmu og afa á aðfangadag og jóladag.

Á föstudaginn fórum við í Brekkuskóg með Palla og Erlu og co... Mikið svaaakalega var gott að keyra útúr bænum, útúr öllu brjálæðinu! Við höfðum það alveg rosalega gott í bústað og veðrið var æðislegt! Snjór og kalt. Félagarnir Óðinn Bragi og Bjartur voru duglegir að leika úti og inni og lítið um árekstra á milli þeirra. Sunna og Freyja Sif voru líka duglegar og stilltar og tóku lífinu bara með ró. Það var ýmislegt brallað: Farið í pottinn, leikið, tröllaleirað og farið á róló. Grýla kom í heimsókn að leita að óþekkum strákum. Hún fann enga. Félagarnir voru svolítið hræddir þegar þeir heyrðu í henni (- þeir sáu hana aldrei) ekkert nema augun og steinþögðu svo hún myndi ekki koma alveg inn í bústaðinn. Svo renndum við í bæinn í gær (mánudag) og beint í brjálaða umferð og stress... Komum við hjá Emil afa á spítalanum. Hann var glaður að sjá afastrákinn sinn. Við stoppuðum stutt hjá afa og drifum okkur heim.

Í dag voru svo kláraðar jólagjafirnar- Bjartur fór í bæinn að kaupa handa Sunnu sinni og mamma og pabbi keyptu líka gjafir handa strumpunum sínum. Svo er bara að pakka öllu þessu inn! úff....

Engin ummæli: