Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

28.12.06

Jól 2006

Mikið svakalega erum við búin að hafa það gott um jólin!
Bjartur sá um að vekja foreldra sína snemma á aðfangadag og við brunuðum til ömmu og afa í heitt súkkulaði og smákökur. Í hádeginu var svo möndlugrauturinn hans pabba og hver haldiði að hafi fengið möndluna?? Pabbi auðvitað! Þetta gengur alltaf betur og betur: Balli og Valgeir eru að venjast grautnum... þeim finnst hann ekkert sérstaklega góður hehehe en þeir sleppa sko ekki við að borða hann.
Eftir grautinn fóru mamma og pabbi með Bjartmanninn í bíltúr til að reyna að fá hann til að sofna en hann var sko ekki á því- endaði með því að amma hringdi og þá var Sunna orðin svöng og mamma varð að fara og redda því- ekki hægt að ætlast til þess að litlir strákar sofni bara á svona spennandi degi.
Eins og venjulega komu Malla og co og Lilja og co til ömmu og afa líka að narta í hangikjöt og laufabrauð og til að afhenda og fá pakka. Það var sko svakalegt pakkaflóð undir jólatrénu hjá ömmu og afa! Þegar klukkan var rúmlega 4 fóru mamma og pabbi heim til að skipta um föt og þá tókst Balla frænda að svæfa Bjartastrumpinn loksins enda orðinn þreyttur strákurinn. Hann var svo vakinn rétt fyrir 6 svo hann væri kominn í jólafötin þegar jólunum hringdi inn.
Kvöldið leið svo með pakkatætingi og leik og allir skemmtu sér vel. Litla fjölskyldan fór svo heim með flest sitt hafurtask rétt fyrir miðnætti- mamman og pabbinn frekar þreytt.... Komu krökkunum í háttinn og opnuðu annað eins pakkaflóð þegar þau voru sofnuð. Bjartur fékk svo að opna restina af pökkunum til hans þegar hann vaknaði á jóladag. Úff... þið getið ímyndað ykkur gjafaFLÓÐIÐ! TAKK FYRIR OKKUR ÖLL ;O)

Svo hefur verið nóg að gera í jólaboðum og svoleiðis. Á gamlárskvöld á að taka það rólega... með ömmu og afa auðvitað ;o) Því miður fórum við ekki austur á Seyðis þessi áramótin- Sunnulingurinn ennþá svo lítill og ekki nenna í pabbanum hehehe hann er orðinn svo gamall karlinn. Nennir ekki neinu. Við förum bara næst...

Jæja, það var auðvitað tekið bunch af myndum... alveg spurning hvenær pabbinn hefur nennu í að koma þeim hingað inn... við látum ykkur bara vita...

Engin ummæli: