Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

5.6.06

Togið í spottann, afmælið er í dag!

Vaknaði hress og kátur eldsnemma í morgun, enda grunaði mig að eitthvað væri í gerst. Vitir menn, átti ég ekki afmli í dag, eða eins og Viddi segir, "Togið í spottann, afmælið er í dag". Talandi um Vidda þá skreið ég uppí til mömmu og pabba og fékk þá tvær gjafir og getiði bara hvað var í þeim :) Viddi( frá Helgömmu ) og Bósi( frá ma&pa ). Það var nú gaman að fá þá félagana loksins því ég er rosalega duglegur að horfa á þá félaga og ævintýri þeirra í leikfangastögunum tveimur í sjónvarpinu. Við fórum allir saman að horfa á leikfangasögu 1: ég, Bósi og Viddi. Ég er svoldið upptekinn af Bósa og Vidda og hef ekki alveg tíma til að sinna Binna( dúkkunni minni ) en hann fær samt að leika með okkur :)
Fullt af gestum komu í afmælisveisluna mína í dag. Pabbi eldaði fullt af pizzu, mamma eldaði gröfuköku og amma kom með kökur. Ég fékk fullt af flottu dóti og fötum og fleiru. Pabbi spilaði á gítar undir afmælissöngnum og allir sungu amælissönginn handa mér og þá var ég orðinn "teggára".

Engin ummæli: