Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

11.3.06

Afmæli eftir afmæli...

Halló skralló..
Nú er laugardagur og undur og stórmerki gerast! Amma mín (sem haaatar sund) er búin að hringja og segja við mömmu að hana langi til að fara með mig í sund!! Það er ýmislegt lagt á sig fyrir eina barnabarnið! Malla ömmusyss ætlar víst að fara líka og það skemmitlegasta: Svala Birna frænka kemur með! Ég er voða glaður með það. Reyndar er svo mikill snjór allt í einu að það gæti alveg vel verið að þeim systrum detti í hug að fara að gera eitthvað allt annað en að fara í sund- kannski bara út að renna! Við gerum vonandi eitthvað saman í dag..... Mamma og pabbi eru nefnilega að plana að fara eitthvað á stúfana í búðir og Lilja, mamma hennar Svölu, er að fara til nýju frænku minnar, hennar Ásthildar Elvu á vökudeildina og þá er eins gott að eiga svona gamlar kellur til að passa okkur krakkana....ekki hafa foreldrarnir tíma! ;o)
Um daginn fór ég í "ammli" til Óðins Braga (sem er að verða stóri bróðir) og mikið var gaman! Hann fékk ekkert nema stóra bíla og gröfur í afmælisgjöf! Ég sem er svoooo gröfusjúkur og á bara eina pínulitla! (Amma er reyndar búin að redda því- og nú á ég gröfu heima hjá henni og afa). Annar vinur minn, hann Ari Björn, átti líka afmæli um daginn en því miður komst ég ekki í afmælið hans því hann býr á Seyðis... Svo á morgun er eitt afmælið enn- Emil Gauti verður 3 ára!

Engin ummæli: