Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

23.2.06

Bjartur stóri frændi

Já, nú er ég sko stóóóór frændi! Ég er búinn að eignast pínu, pínulitla frænku. Hún er systir hennar Svölu Birnu stóru frænku minnar og hún er ekki stærri en Binni dúkkan mín! Henni lá svo á að koma í heiminn til að leika við okkur Svölu. Hún þarf samt að sofa í glærum kassa í nokkrar vikur í viðbót áður en við getum knúsað hana. En þegar hún er alveg tilbúin þá verður sko gaman hjá okkur.
Annars er ekkert að frétta af mér... ég er búinn að vera lasinn og pirraður. Vil bara horfa á skrípó og drekka djús. Reyndar kom Ari Björn í heimsókn til mín um daginn og við lékum okkur smá. Mér tókst nú að smita hann... það var ekki gaman :o/ Jæja... það er nú ekki meira að frétta af mér í bili... en elsku munið nú eftir gestabókinni minni! Það er svindl að kvitta ekki ;o)

Engin ummæli: