Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

15.3.06

Fékk ekki leikfang

Fór með ma&pa í Fjarðarkaup um daginn að versla föt og leita að náttfötum handa Helgömmu og pabbi leyfði mér að hlaupa um og skoða allt sem mig langaði( var nú reyndar eitthvað að skipta sér að ýmsu sem ég tók, hélt ég myndi skemma sumt ). Síðan fundum við mömmu eftir gott hlaup um búðina og ég var settur í innkaupakerruna og þá var farið í DÓTADEILDINA. Ég var nú ekki par sáttur við að vera fastur í kerrunni í kringum allt dótið en tók til minna ráða þegar gamla fólkið var ekki að horfa og byrjaði að hrúga leikfangabílunum í kerruna. Pabbi sá þetta uppátæki mitt og tók bílana aftur og síðan var farið á kassa. Þá þurfti hann endilega að fatta að mér hafði tekist að fela einn svo vel í kerrunni, ætlaði að koma honum heim og leika mér með hann, en pabbi tók hann og fór aftur með í dótadeildina, þannig að ég fékk ekkert nýtt leikfang í þeirri ferð :)

Engin ummæli: