Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

22.12.05

JólaBjartur

Þá er allt að verða vitlaust í jólaundirbúningi! Hehe, nei bara að plata. Erum meira að segja búin að kaupa jólatré og allt. Mamma og pabbi eru bara að fara í leikhús í kvöld og taka því rólega! Afi og amma ætla að passa mig- jibbííí. Á morgun fer ég svo aftur í pössun til afa því mamma þarf að fara í klippingu- hún verður að vera fín á jólunum.
Ég er orðinn frekar spenntur sko... mér finnst svo gaman að jólaljósunum og svo er ég búinn að hitta jólasveininn- hann gaf mér nammi og gat látið stól standa á nefinu á sér. Amma og mamma sögðu að ég hefði verið alveg gaaaapandi hissa-bókstaflega.. Ég er búinn að kaupa jólagjafir fyrir alla, mamma og pabbi pökkuðu þeim inn fyrir mig, þannig að allt er reddí og jólin mega koma. Lilja, bumbuprinsessan, Svala og Tóti fóru í flugvélina um daginn.... þau ætla að eyða jólunum í sólinni- og ég á sko eftir að sakna Svölu mikið!
Aðfangadagur verður æðislegur. Eins og venjulega byrjum við í morgunsúkkulaði hjá afa og ömmu. Í hádeginu verður möndlugrautur og möndlugjöf. Svo koma gestir með pakka til að fá pakka ;o) Svo verður klukkan sex áður en maður veit af!
Jæja, vinir! Ég óska ykkur gleðilegra jóla!!
-Bjartur

Engin ummæli: