Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

6.1.06

Gleðilegt strumpaár allir!

Já þá er búið að sprengja okkur inn í nýtt ár og mér finnst þetta alveg merkilegt fyrirbæri-sprengjur. Ekki aaaaalveg til í að vera neitt OF nálægt þessum sprengingum, er svona meira fyrir það að horfa bara út um stofugluggann í öruggum höndum, lem svo í gluggann og segi:"BOMM!" Get samt alveg verið sammála því að þetta eru rosalega flott ljós.
Mikið svaaaakalega er ég annars búinn að hafa það gott um jólin- þó ég saknaði krakkanna og Hildar alveg rosalega mikið! Á aðfangadag fórum við fjölskyldan á Burknavellina til ömmu, afa, Balla og Valgeirs. Þar byrjar dagurinn alltaf á heitu súkkulaði a´la afi og smákökur við englakertaljós- svaka flott. Í hádeginu er möndlugrautur og möndlugjöf..... ég borða grautinn en hef svona takmarkaðann áhuga á gjöfinni...Svo koma gestir með pakka til að fá pakka og hangikjöt á pinna, smá laufabrauð og karlarnir fá eitthvað sterkt með kaffinu. Ég var settur svo út í vagn að lúlla mig fyrir kvöldið og mamma og pabbi fóru ÞRIÐJU ferðina heim til að ná í pakka- alveg ótrúlegt pakkaflóð- og mér fannst það sko ekki leiðinlegt. Þau komu svaka fín rétt í tæka tíð, ég drifinn í jólafötin og þá hringdi inn jólunum! Þetta smellpassaði bara allt saman.
Í matinn var kalkúnn og ég borðaði hann með bestu lyst- þó svo að ég borði ekki kjúkling- enda er þetta sko ekki það sama! Þegar maður var búinn að sprengja sig út fékk ég strax að opna pakkann minn frá mömmu og pabba- ég gat ekki látið hann vera, hann var svo stór! Og hvað haldiði að ég hafi fengið?? Hvað annað nema ELDAVÉL? Kokkurinn sjálfur. Enda eldaði ég kvöldið á enda- bakaði líka þrisvar í bleyjuna mína við dræmar undirtektir.... Mömmu fannst þetta ekkert mjög... svona... jólalegt hjá mér..hehehehe
Svo fékk ég alveg fullt af flottum gjöfum! og segi bara við alla: TAKK, TAKK, TAKK! og læt blautan koss fylgja með ;o)

Jæja, þetta er sko ekki allt búið enn.... því milli jóla og nýárs fórum við austur á Seyðis til Helgömmu og hinna. Þar var dekrað við okkur eins og venjulega. Gamlárskvöld var svona týpískt: borða mat, svo fórum við að sjá stóra bálið og svo var ég með stórskemmtileg skemmtiatriði þegar allir þóttust vera að horfa á eitthvert "skaup".... Ég var nú miklu fyndnari- allavega sagði amma það :o) Eftir þetta byrjaði sko ballið: Allir út að sprengja...nema ég. Það fannst mér ekkert svakalega spennandi- nema í hæfilegri fjarlægð. Vandist þessu samt svona þegar á leið.

Við kvöddum svo Helgömmu með tár í augum en ég tók sko gleði mína aftur þegar ég hitti Hildi mína og krakkana! Hildur sagði við mömmu að hún hefði bara aldrei séð mig svona kátan- hlaupandi í hringi og hlæjandi- mikið leið mér vel að vera kominn í rútínu aftur! Og þannig er það bara núna: rútína. Allir farnir að vinna og eru alveg svakalega sáttir með allt saman.
Það eru væntanlega til myndir af þessu öllu saman ;o) þær koma með kalda vatninu segir gamla liðið...

-Bjartur

Engin ummæli: