Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

13.12.05

Ömmu- og afastrákur

Jæja, þá er pabbi orðinn árinu eldri- hundgamall karlinn! Ég fékk nú ekki að halda uppá afmælið með mömmu og pabba... var bara settur í pössun til ömmu og afa. Ekki bara einu sinni, heldur tvisvar í röð! Þeim finnst nú ekki leiðinlegt að hafa mig;o) og ekki finnst mér leiðinlegt að vera hjá þeim- var víst einum of kátur að kveðja ma&pa... þeim fannst það eitthvað móðgandi.

Það er nú ýmislegt búið að gerast hjá mér síðan þið heyrðuð frá mér síðast... maður er bara ekki nógu duglegur að skila af sér fréttunum :os Það kom ný dama -Júlía Kristín- í heimsókn til mín um daginn. Ég var alveg dolfallinn yfir henni! Sat bara og starði á hana súpa mömmu sína! Emil Gauti og Gústaf Bjarni voru líka í heimsókn en ég vildi ekki leika með þeim, heldur bara horfa á þessa litlu prinsessu. Hún fékk að sitja í ömmustólnum mínum og mér fannst alveg merkilegt að hún gæti það! Svo var hún líka með bleyju- alveg eins og ég nota- nema bara pínulitla! En hún gerði nú ekki mikið nema að sitja og dotta þannig að ég lék mér aðeins við strákana líka.

Balli frændi sótti mig um daginn og fór með mig að gefa öndunum brauð. Það var alveg rosalega gaman. Alltaf gaman að fara í Ballabíl! Svo fórum við mamma og pabbi á stóran róló um daginn. Mér finnst skemmtilegast að renna. Við afi fengum okkur göngutúr um helgina. Fórum út í búð að kaupa ís (hvað annað?) Ég tímdi ekki að gefa afa með mér- hann fór þá að grenja og mér fannst það fyndið! hehehehe.....

Svo skilst mér að ég hitti bráðum Helgömmu. Ég skoða stundum myndirnar af okkur þegar hún kom hingað að passa mig og verð alltaf glaður að sjá hana.

Jæja, nú er komið nóg í bili;o)

-Bjartur

Engin ummæli: