Jæja allir góðir hálsar! Nema- ekki minn háls- hann er ekki góður....
Nú er ég heldur betur búinn að vera veikur! Ég hef bara ekkert komist til hennar Hildar og leikið mér. Ég er farinn að vera frekar úldinn sko. Vonandi fæ ég að fara á morgun. Það eru allir að verða geðveikir á þessu ástandi mínu. Mamma og pabbi skiptast á að vinna hálfan og hálfan dag á móti hvoru öðru til þess að geta verið heima hjá mér.
Helgamma er bráðum að koma í heimsókn til mín og passa mig í heila viku! Mikið hlakka ég til. Við eigum sko eftir að hafa það gott saman við amma. Eins gott að eiga svona ömmu þegar það er frí hjá dagmömmunni maður! Mamma og pabbi verða að fara að mæta almennilega í vinnuna og voru alveg sveitt yfir þessu fríi... en Helgamma reddaði okkur! Ég er alveg búinn að plana alla dagana sem hún verður með mér: DEKUR! Ójá, hún á sko eftir að snúast í kringum mig og fara með mig út að leika og svoleiðis.
Annars er ég bara hress, þannig lagað...ég sagði tvö orð saman um daginn og ég vissi ekki hvert gamla settið ætlaði! Þvílíkt spennandi! Ég var bara að leika mér og lét skóinn minn detta og sagði:,,Gó datt". Það náttúrulega fór allt uppí háaloft og skórinn var látinn detta aftur og aftur og alltaf sagði ég:,,Gó datt", við mikinn fögnuð. Ég skil þetta ekki alveg- þau eru alltaf að banna mér að láta hluti detta en svo alltí einu mátti ég það....ekki alveg að fatta...
Jæja, vonandi koma bráðum inn myndir.... svona fyrir ættingja og vini sem mætti halda að byggju hinu megin á hnettinum!
14.9.05
Heyrist ekki í mér
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli