Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

19.9.05

Ég er glaður lítill strumpur

Nú eru sko allir glaðir. Ég átti alveg frábæran dag hjá Hildi í dag- fólkið er eitthvað að tala um að loksins sé ég að fatta þetta en ég er sko löngu búinn að fatta út á hvað þetta gengur..... ég var bara að mótmæla allan tímann. En það eru allir glaðir með strumpinn og alveg sérstaklega mamma og pabbi. Þeim líður víst eitthvað betur í vinnunni ef ég er sáttur.
Í gær fór ég í heimsókn til Óðins Braga. Við skemmtum okkur alltaf vel við "Bæji". Við náðum að draga gömlu settin okkar út að gefa öndunum brauð og náðum báðir að bleyta skóna okkar í gegn. Það var alveg hörkustuð- hopp í pollum, elta gæsir og fleira. Myndavélin var auðvitað með í för en það er alveg spurning hvenær þær komast hingað inn.
Bráðum kemur Helgamma að passa mig! Ég á alveg eftir að sýna henni nýja leikvöllinn við blokkina mína. Hún verður nú glöð að sjá að Trallinn hennar eigi svona fínan leikvöll til að róla, moka og ramba. Ég ætla sko að sýna henni leikvöllinn á hverjum degi;o) Oh ég hlakka svo til- það er svo langt síðan ég sá hana!
Jæja, ég ætla að láta þetta gott heita núna.
-Bjartur

Engin ummæli: